Þokkalega milt veður næstu daga

21.04.2021 - 06:52
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - Borgarsögusafn Reykjavíkur
Veðurstofan spáir sunnan- og suðvestanátt, fimm til tíu metrum á sekúndu, skýjuðu veðri og dálítilli vætu, en þurrt verður að kalla suðaustan- og austanlands. Hiti veður á bilinu tvö til átta stig yfir daginn.

Á morgun verður sunnan og suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu og verður hvassast suðvestantil. Rigning um landið vestanvert , en annars hægari og úrkomulítið. Hiti fjögur til tíu stig.

Suðaustlægar áttir verða ríkjandi næstu daga og hlýnar í veðri. Væta um
landið vestanvert, en yfirleitt þurrt fyrir austan. Útlit norðaustlæga átt
eftir helgi með úrkomu og kólnandi veðri.

„Veðurútlit næstu daga er fremur rólegt, hægar suðlægar átt og þokkalega milt,“ segir í pistli veðurfræðings. „Loftið sem kemur upp að landinu er í rakari kantinum og því viðbúið að áveðurs verði skýjað að mestu og einhver smá væta, rigning eða súld af og til. Á austanverðu landinu verður lengst af þurrara. Þegar vindur er svona hægur ná hlýindin að takmörkuðu leyti norður yfir heiðar en allmennt má reikna með 2 til 7 stiga hita að deginum. Ef léttir til að næturlagi er hins vegar líklegt að frysti.“

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV