Stuðningsmenn Navalnys búa sig undir aðgerðir

21.04.2021 - 01:21
epa09145522 A woman walks near penal colony No.3 (IK-3) of the Federal Penitentiary Service Directorate for the Vladimir region, where the regional hospital for convicts is located, in the town of Vladimir, about 200 kilometers from Moscow, Russia, 19 April 2021.  According to a statement released by the Federal Penitentiary Service Directorate for the Vladimir region, Russiain opposition leader Alexei Navalny has been transferred from the penal colony No. 2 (IK-2)  in Pokrov, Vladimir region,  to the regional prison hospital in IK-3 in Vladimir for receiving vitamin therapy. The decision was taken amid Navalny's hunger strike and announced by his team members fears for his life.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Félagar og starfsmenn stofnunar Alexei Navalny gegn spillingu mega búast við því í næstu viku að verða beittir háum sektum eða dæmdir í langt fangelsi. Samkvæmt heimildum The Guardian verður leynilegum sönnunargögnum beitt gegn samtökunum til þess að setja þau á lista með öfgasamtökum á borð við Al Kaída.

Stuðningsmenn Navalnys leggja nú lokahönd á mótmælafund sem haldinn verður í dag. Þar verður kallað eftir því að Navalny verði veitt frelsi.  Að sögn Guardian eru nokkrir starfsmenn stofnunar Navalnys farnir í felur, og aðrir eru byrjaðir að eyða gögnum úr rússneskum samfélagsmiðlum. Þeir sögðust þó í samtali við Guardian ekki ætla að láta af pólitískri andstöðu sinni gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sama hvað gerist næst.

Navalny er sagður við slæma heilsu. Síðustu þrjár vikur hefur hann verið í mótmælasvelti, og óttast læknar hans að því gæti lokið með nýrnabilun eða hjartaáfalli. Lögmaður Navalnys sendi skilaboð frá honum í gær þar sem Navalny þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að þeir losnuðu ekki svo auðveldlega við hann.