Skautafélag Akureyrar í góðri stöðu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Skautafélag Akureyrar í góðri stöðu

21.04.2021 - 08:46
Fyrsti leikur úrslitanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkí fór fram í gærkvöldi á Akureyri. Skautafélag Akureyrar vann stórsigur og titillinn blasir við þeim.

SA mætir Fjölni í úrslitarimmunni og virðist talsverður munur á liðinu, ef marka má úrslitin í gærkvöldi. SA vann með 13 mörkum gegn einu. Sunna Björgvinsdóttir skoraði 3 mörk fyrir SA, Saga Sigurðardóttir og Hilma Bergsdóttir 2 hvor og María Eiríksdóttir, Kolbrún Garðarsdóttir, Berglind Leifsdóttir, Jónína Guðbjartsdóttir, Teresa Snorradóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir eitt mark hver.

Vinna þarf tvo leiki til að hampa titlinum og getur SA tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í öðrum leik liðanna í Egilshöll annað kvöld. Takist það ekki verður oddaleikur um titilinn á Akureyri á laugardagskvöld.