Sigur hjá Mason í fyrsta leik með Tottenham

epa09150544 Tottenham’s Pierre-Emile Hojbjerg (L) receives instructions form Tottenham’s interim manager Ryan Mason (R) during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Southampton FC in London, Britain, 21 April 2021.  EPA-EFE/Adam Davy / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Sigur hjá Mason í fyrsta leik með Tottenham

21.04.2021 - 19:03
Tottenham mætti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Félagið rak José Mourinho úr stöðu knattspyrnustjóra á mánudag og var leikurinn í kvöld því sá fyrsti undir stjórn Ryans Mason.

José Mourinho var látinn taka pokann sinn eftir erfitt gengi Tottenham upp á síðkastið. Tímabundinn stjóri liðsins er fyrrverandi leikmaður félagsins, Ryan Mason, en Mason er fæddur árið 1991, er 29 ára, og er yngsti stjórinn í sögu úrvalsdeildarinnar.

Gestirnir frá Southampton komust fyrr á blað í kvöld en á 30. mínútu skoraði Danny Ings laglegt mark fyrir sína menn og staðan orðin 1-0 í Lundúnum. Á 60. mínútu jafnaði Gareth Bale metin fyrir Tottenham og korteri síðar skoraði Heung-Min Son. Markið var hins vegar dæmt af Tottenham þar sem Lucas Moura var rangstæður í aðdragandanum. 

Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fór Moussa Djenepo í hættulega tæklingu á Harry Winks, leikmanni Tottenham, innan vítateigs og vítaspyrna var dæmd. Son tók vítið, skoraði, og nú fékk mark hans að standa. 

2-1 reyndust lokatölur og Tottenham fer því vel af stað undir stjórnartaumum Ryans Mason. Þetta var fyrsti sigurleikur Tottenham í heilan mánuð en síðast vann Tottenham Aston Villa á Villa Park, 21. mars. Tottenham er í 6. sæti deildarinnar með 53 stig og lifir Meistaradeildardraumurinn þeirra enn. Southampton er í 14. sæti með 36 stig.