Þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í gærkvöldi og í nótt. Einn var handtekinn á öðrum tímanum í nótt eftir að hafa ráðist að öðrum og veitt honum áverka með eggvopni.

Annar var tekinn höndum eftir að hafa haft í hótunum og ráðist að manni en þriðja tilvikið var „minniháttar“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Manni undir áhrifum áfengis var vísað af hóteli í miðborginni um sjöleytið í gærkvöldi, tilkynnt var á níunda tímandum um að rafhlaupahjóli hefði verið stolið og klukkustund síðar var brotist inn í geymslu íbúðarhúss á miðborgarsvæðinu. Sá sem var að verki komst undan. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV