Þjarma að stórliðunum vegna ofurdeildarinnar

epa09144596 (FILE) - Real Madrid's Toni Kroos (C) in action against FC Barcelona's Sergio Busquets (bottom) during the Spanish La Liga soccer match between Real Madrid and FC Barcelona at Santiago Bernabeu stadium in Madrid, Spain, 01 March 2020 (reissued 19 April 2021). In the early hours of 19 April 2021 twelve European soccer clubs, AC Milan, Arsenal FC, Atletico de Madrid, Chelsea FC, FC Barcelona, FC Internazionale Milano, Juventus FC, Liverpool FC, Manchester City, Manchester United, Real Madrid CF and Tottenham Hotspur have announced the creation of a Super League.  EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Þjarma að stórliðunum vegna ofurdeildarinnar

20.04.2021 - 10:22
Alþjóðleg knattspyrnuyfirvöld hafa ekki farið leynt með vanþóknun sína á áformum evrópskra stórliða að stofna tólf liða ofurdeild ríkustu félaga álfunnar. Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í morgun að ákvörðun stórliðanna hefði afleiðingar og FIFA myndi berjast gegn henni. Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, beindi orðum sínum sérstaklega til bresku liðanna í morgun. Allir geri mistök, og það sé enn hægt að skipta um skoðun.

Ákvörðun stórliðanna hefur verið harðlega gagnrýnd af knattspyrnuyfirvöldum og áhangendum um allan heim. Hún snúist aðeins um peninga en ekki fótboltann. Þar til í morgun höfðu engin viðbrögð borist frá FIFA en samkvæmt því sem Gianni Infantino segir á ákvörðun stórliðanna ekki margra stuðningsmenn þar frekar en annars staðar.

Florentino Perez, forseti spænska stórliðsins Real Madrid og einn forsprakka ofurdeildarinnar, segir nýju deildina hugsaða til þess að bjarga fótboltanum. Áhorfendum sé að fækka og yngra fólk ekki eins áhugasamt og áður vegna margra liða í evrópukeppnunum, sem séu bara ekki nógu góð. Sex bresk lið eru meðal risanna tólf, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða við forsprakka knattspyrnufélaganna þar í landi í dag en hann hefur kallað ákvörðun stórliðanna fáránlega. 

Tengdar fréttir

Íþróttir

Störukeppni hafin um framtíð knattspyrnunnar

Fótbolti

Breyta fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar

Fótbolti

KSÍ tekur skýra afstöðu gegn Ofurdeildinni

Fótbolti

Fótboltamenn láta í sér heyra á samfélagsmiðlum