Ofurdeildin að fjara út

epa09147809 Chelsea fans stage a demonstration against the European Super league before the English Premier League soccer match between Chelsea FC and Brighton & Hove Albion FC in London, Britain, 20 April 2021. In the early hours of 19 April 2021 twelve European soccer clubs, AC Milan, Arsenal FC, Atletico de Madrid, Chelsea FC, FC Barcelona, FC Internazionale Milano, Juventus FC, Liverpool FC, Manchester City, Manchester United, Real Madrid CF and Tottenham Hotspur have announced the creation of a Super League which would rival the excisting UEFA club competitions and has been strongly condemned by the UEFA.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ofurdeildin að fjara út

20.04.2021 - 20:02
Nú þegar hafa tvö lið dregið sig úr keppni áður en hún hófst í Ofurdeild Evrópu sem átti að öllu óbreyttu að hefjast í ágúst á þessu ári. Chelsea og Manchester City stigu fyrsta skrefið til baka í kvöld, fleiri félög fylgja í kjölfarið og þykir líklegt að þetta verði svanasöngur deildarinnar sem aldrei varð að veruleika.

Atletico Madríd og Barcelona eru sögð á leið út og þá gengu leikmenn Manchester United fram af hörku í gær og meðal annars fóru á fund með Ed Woodward stjórnarformanni félagsins þar sem þeir tjáðu hug sinn. Manchester United dregur líklega þátttöku sína í deildinni til baka á morgun í síðasta lagi. 

Formleg yfirlýsing frá Manchester City birtist í kvöld. Forseti Uefa brást strax við henni og bauð City-liðið velkomið aftur í fjölskyldu Evrópu-fótboltans.
 

Matt Lawton blaðamaður á The Times gengur svo langt að segja að hann hafi heimildir fyrir því að meirihluti félaga í Ofurdeildinni hafi hætt við.

 

Leikmenn Liverpool birtu afdráttarlausa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem þeir sögðust ekki vilja Ofurdeild Evrópu.

LIverpool varð síðan fyrsta Ofurdeildarliðið til að missa styrktaraðila þegar úraframleiðandinn Tribus sleit samstarfi sínu við liðið.

Ensku félögin hafa séð að sér og segjast hafa hlustað á sína stuðningsmenn sem mótmælt hafa græðgi stjórnarmanna liðanna við stofnun Ofurdeildarinnar. Arsenal biður stuðningsmenn sína afsökunnar og segjast hafa gert mistök.

Hitt Norður-Lundúnarliðið, Tottenham, tóku í sama streng og erkifjendurnir á Twitter og staðfesta að vinna sé hafin við afskráningu úr Ofurdeildinni, án þess þó að sýna mikla iðrun.

Liverpool varð svo síðasta liðið frá Englandi til að hætta við þátttöku í Ofurdeildinni. Netverjar og stuðningsmenn liðanna tóku þó eftir því að engin afsökunarbeiðni fylgdi með tilkynningum Tottenham, Man.Utd og Liverpool.