Nýkjörinn forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn

20.04.2021 - 14:09
epa09146773 (FILE) - Chad's President Idriss Deby Itno speaks during his meeting with the Israeli President (not pictured) at the President's Residence in Jerusalem, Israel, 25 November 2018 (reissued 20 April 2021). Chad's President Idriss Deby died of injuries suffered in clashes with rebels in the country's north, an army spokesperson announced on state television on 20 April 2021. Deby has been in power since 1990 and was re-elected for a sixth term in the 11 April 2021 elections.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Idriss Déby, forseti Afríkuríksins Tjad, féll í átökum við uppreisnarmenn um helgina. Hann komst til valda 1990 og í gær var staðfest að hann hefði náð endurkjöri í nýafstöðnum forsetakosningum með um áttatíu prósentum atkvæða og gæti því hafið sitt sjötta kjörtímabil.

Þing landsins hefur verið leyst upp og ráð herforingja fer með völdin næstu átján mánuðina undir forystu sonar forsetans. Í tilkynningu í ríkissjónvarpi landsins í morgun kom fram að Déby hefði ætlað að kynna sér aðstæður hermannna í norðurhluta landsins, sem hafa síðustu daga barist við uppreisnarmenn við landamærin að Líbíu.

Reuters fréttastofan hefur eftir herforingjum að 300 uppreisnarmenn hafi fallið í átökunum síðan um helgina og um 150 séu í haldi. Fimm hermenn hafi fallið í átökunum og 36 særst. Idriss Déby lagði áherslu á það í kosningabaráttunni að koma á friði í Mið-Afríku en hann hefur síðustu ár verið einn helsti bandamaður Frakka og fleiri vestrænna ríkja í baráttunni gegn uppgangi vígamanna á svæðinu.