Forsætisráðherra blandar sér í umræðuna um Ofurdeildina

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV

Forsætisráðherra blandar sér í umræðuna um Ofurdeildina

20.04.2021 - 19:48
Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð sig um fyrirhugaða Ofurdeild sem nú hangir á bláþræði þar sem hvert félagið á fætur öðru dregur sig úr deildinni. Katrín segir að þegar græðgi og kapítalismi taka yfir þá er hjartað farið úr sportinu.

Katrín er harðorð í garð stjórnarmanna Liverpool, sem er það félag á Englandi sem hún styður, og segir að þeir þurfi að ganga þessa göngu einir en aðal stuðningsmannalag Liverpool er lagið You'll Never Walk Alone. Hún segist ekki ætla að fylgja félaginu í gegnum þessa vegferð kjósi það að halda áformum sínum um að ganga í Ofurdeildina, sem verður að teljast ólíklegt í kjölfar frétta kvöldsins.