Aron Pálmarsson á leið til Álaborgar

epa08125377 Iceland's Aron Palmarsson in action during the Men's EHF EURO 2020 Handball preliminary round match between Iceland and Russia in Malmo, Sweden, 13 January 2020.  EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

Aron Pálmarsson á leið til Álaborgar

20.04.2021 - 09:17
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson hefur samið við Danmerkurmeistara Álaborgar og kemur til liðsins í sumar frá Barcelona. Álaborg staðfestir þetta á heimasíðu sinni í dag.

Aron gerir þriggja ára samning við Álaborg. Það er óhætt að segja að Álaborg ætli sér stóra hluti á næstu árum en Mikkel Hansen kemur til félagsins árið 2022. 

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.