Einn nýliði í landsliðshópi Guðmundar

epa08951801 Iceland's head coach Gudmundur Gudmundsson (C) reacts during the main round match between Switzerland and Iceland at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 20 January 2021.  EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL
 Mynd: EPA

Einn nýliði í landsliðshópi Guðmundar

19.04.2021 - 16:56
Guðmundur Guðmundsson, landsliðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið þá 18 leikmenn sem mæta munu Ísrael og Litháum í undakeppni EM 2022 í næstu viku. Einn nýliði er í landsliðshópnum að þessu sinni.

 

Ísland leikur við Ísrael í Tel Aviv þriðjudaginn 27. apríl, svo gegn Litháum í Vilnus fimmtudaginn 29. apríl og Ísrael á Ásvöllum sunnudaginn 2. maí nk.

Ísland er eftir þrjá leiki í 2. sæti riðilsins en stendur þó betur en Portúgal sem er í 1. sæti riðilsins vegna betri innbyrðis stöðu milli liðanna. Tvö efstu liðin fara beint á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu sem fram fer í janúar á næsta ári.

Einn nýliði er í hópnum en Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson kemur inn sem leikstjórnandi. Elvar hefur leikið með Nancy í frönsku 1. deildinni frá því í febrúar, hann lék áður með Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni. Þá kemur Aron Pálmarsson aftur inn í landsliðið eftir að hafa misst af HM í janúar vegna meiðsla.

Hópur Íslands gegn Ísrael er eftirfarandi:

Markverðir:

Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (79/219)

Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)

Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (31/9)

Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)

Leikstjórnendur:

Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)

Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111)

Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (42/36)

Hægri skytta:

Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)

Teitur Einarsson, IFK Kristianstad (18/18)

Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC (120/341)

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)

Sveinn Jóhansson, SønderjyskE Håndbold (9/15)

Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)

Allir leikir Íslands verða í beinni útsendingu á RÚV.

 

Mynd með færslu
 Mynd: