Ágúst í raðir FH

Mynd með færslu
 Mynd: RUV

Ágúst í raðir FH

19.04.2021 - 17:22
Knattspyrnumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson er á leið í úrvalsdeildarlið FH. Leikmaðurinn kemur á lánssamning og leikur fyrir hluta leiktíðar með Hafnarfjarðarliðinu.

Ágúst Eðvald steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann kom svo aftur heim og lék með Víkingi Reykjavík í tvö tímabil áður en danska liðið Horsens keypti hann undir lok síðasta tímabils. 

Ágúst kemur á láni frá Horsens en þar hefur hann leikið sjö leiki á tímabilinu.