Hádegisfréttir: Hundruð gætu þurft að fara í sóttkví

18.04.2021 - 12:20
Mörg hundruð gætu þurft í sóttkví eftir hópsmit á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Tíu smit greindust þar, 13 í heildina í gær. Víðir Reynisson segir að þetta sé litið mjög alvarlegum augum, næstu tveir dagar séu úrslitastund í faraldrinum. 

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að það sé því miður ekki einsdæmi að fólki sé haldið föngnu hér á landi eða að reynt sé að nýta fjölskyldusameiningu til að smygla fólki hingað. Algengt er að fórnarlömb mansals vilji sem minnst afskipti lögreglu af sínum málum. 

Rússneskir njósnarar eru sterklega grunaðir um að eiga þátt í sprenginu á vopnageymslu í Tékklandi árið tvö þúsund og fjórtán. Tékknesk stjórnvöld hafa vísað átján rússneskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi vegna málsins.

Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að ríkið setji hlut í Íslandsbanki í sölu í byrjun júní.

Söngkonan Bríet gaf þeim fingurinn sem höfðu efast um að hún semdi textana sína sjálf, þegar hún vann verðlaun fyrir textagerð á íslensku tónlistarverðlaununum í gær.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV