Greenwood afgreiddi Burnley

epa09143739 Mason Greenwood (L) of Manchester United in action against Burnley goalkeeper Bailey Peacock-Farrell (R) during the English Premier League soccer match between Manchester United and Burnley FC in Manchester, Britain, 18 April 2021.  EPA-EFE/Martin Rickett / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Greenwood afgreiddi Burnley

18.04.2021 - 16:56
Mason Greenwood skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 3-1 sigri liðsins á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. United minnkaði muninn á Manchester City í toppbaráttunni í átta stig með sigrinum.

Greenwood kom United 1-0 yfir með marki á 48. mínútu en aðeins rúmri mínútu síðar hafði James Tarkowski jafnað metin fyrir Burnley í 1-1. Sex mínútum fyrir leikslok kom Greenwood United þó aftur yfir í 2-1. Edinson Cavani innsiglaði svo 3-1 sigur Manchester United þegar hann skoraði í uppbótartíma leiksins.

Manchester United hefur nú 66 stig í 2. sæti deildarinnar eftir 32 leiki. Manchester City hefur 74 stig í toppsætinu eftir jafn marga leiki. Þetta var fimmti sigurleikur Manchester United í deildinni í röð. United hefur ekki tapað leik síðan liðið beið lægri hlut fyrir botnliði Sheffield United 27. janúar. Síðan þá hefur Manchester United spilað 12 deildarleiki í röð án taps.