Fimm á sjúkrahús eftir harða aftanákeyrslu

18.04.2021 - 16:05
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Fimm voru flutt á sjúkrahús um tvöleytið í dag eftir harða aftanákeyrslu á Vesturlandsvegi við Esjuberg. Fólkið hafði allt minniháttar áverka en réttast þótti þó að flytja það til skoðunar á sjúkrahús.

Mbl.is greindi fyrst frá árekstrinum. Slökkviliðið flutti fjóra bíla á vettvang, einn dælubíl og þrjá sjúkrabíla. „Við setjum alltaf mikið afl í svona útköll,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. 

Tveir bílar voru fluttir af vettvangi með kranabíl, sennilega með öllu óökufærir. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV