Bann heimsmeistarans stytt - missir samt af ÓL

epa06127455 Christian Coleman of the USA celebrates his silver medal after the men's 100m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 05 August 2017. Bolt placed third.  EPA/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA

Bann heimsmeistarans stytt - missir samt af ÓL

16.04.2021 - 10:23
Bandaríkjamaðurinn Christian Coleman, heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla, fékk keppnisbann sitt stytt um sex mánuði eftir áfrýjun sína til CAS, íþróttadómstólsins. Bannið nær hins vegar til 14. nóvember og því verður Coleman ekki á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Christian Coleman tryggði sér heimsmeistaratitilinn á HM í Doha árið 2019 en í júní 2020 var hann dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa í þrígang misst af lyfjaprófi.

Stytting bannsins þýðir að Coleman mun geta varið heimsmeistaratitla sína í greininni á HM innanhúss og HM utanhúss á næsta ári.