62 ára valdaferli Castrobræðra lokið

16.04.2021 - 22:50
epa09139933 Army General Raul Castro Ruz (C), First Secretary of the Central Committee of the Communist Party of Cuba (CC PCC), is applauded by Cuban President Miguel Diaz-Canel Bermudez (R) and the VIII Congress of the Communist Party of Cuba in Havana, Cuba, 16 April 2021. Castro is stepping down as the leader of the party.  EPA-EFE/ARIEL LEY ROYERO
 Mynd: EPA-EFE - EFE/ACN
Raul Castro tilkynnti í dag afsögn sína sem formaður Kommúnistaflokks Kúbu og þar með æðsti valdamaður landsins. Eftirmaður hans verður kosinn á landsþingi Kommúnistaflokksins sem haldið er þessa helgina.

Raul tók við formannsembættinu og forsetaembætti Kúbu af bróður sínum Fidel Castro árið 2006 þótt svo Fidel héldi titlunum að forminu til næstu árin. Þeir bræður hafa verið valdamestu menn Kúbu samfellt frá árinu 1959. Nú gerist það í fyrsta skipti í 62 ár að æðsti valdamaður landsins kemur ekki úr Castro fjölskyldunni. Fidel Castro lést 2016.

Raul Castro, sem er 89 ára, sagði í dag að svo lengi sem hann lifi sé hann reiðubúinn að verja Kúbu og sósíalismann, og leiddi svo samkunduna í hvatningarorðum um frjálsa Kúbu, Fidel bróður sinn og heimkynni eða dauða.

Búist er við því að Miguel Diaz-Canel, sem tók við forsetaembætti Kúbu af Castro 2019, taki líka við formennsku Kommúnistaflokksins.