Fimm umsækjendur um embætti dómara á Norðurlandi eystra

Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már - RÚV
Fimm sóttu um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Embættið var auglýst 26. mars og rann umsóknarfrestur út 12. apríl.

Umsækjendur um embættið eru:

Herdís Hallmarsdóttir, lögfræðingur
Hlynur Jónsson, lögmaður
Karl Óttar Pétursson, lögfræðingur
Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur
Sigurður Jónsson, lögmaður

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að skipað verði í embættið hið fyrsta, eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda hafi lokið störfum.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV