Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Rauði liturinn í stúkunni ruglaði leikmenn

epa08962959 Bruno Fernandes of Manchester United celebrates after scoring the 3-2 lead during the English FA Cup fourth round soccer match between Manchester United and Liverpool in Manchester, Britain, 24 January 2021.  EPA-EFE/Martin Rickett / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Rauði liturinn í stúkunni ruglaði leikmenn

14.04.2021 - 14:33
Manchester United hefur farið áhugaverða leið til að reyna að bæta sigurhlutfall United á heimavelli sínum, Old Trafford. Rauðum borðum í stúkunni hefur nú verið skipt út fyrir svarta.

Á þessari leiktíð hefur United unnið þrettán heimaleiki og tapað sex þeirra af 24 leikjum í öllum keppnum. Liðinu hefur hins vegar gengið mun betur á útivöllum, 17 sigrar og þrjú töp í 26 leikjum. 

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, segir að það ætti í raun ekki að vera einhver sérstök ástæða fyrir því að leikirnir heima vinnist sjaldnar en útileikirnir. Það hafi þó verið ákveðið að fara nokkuð sérstaka leið í von um að hækka sigurhlutfallið á Old Trafford.

„Við erum búnir að rýna í þetta. Það ætti ekkert að vera einhver ein ástæða en sumir lekmenn hafa bent á að í augnablikinu, þegar þú þarft að taka ákvörðun, að þá líta þeir stundum um öxl og leita að samherja og sjá þá annað hvort rauða treyju eða rauðan borða með rauðu sæti,“ segir Norðmaðurinn.

Búið er að fjarlægja rauðu borðana og setja svarta borða í staðinn. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort heimamenn á Old Trafford fari að vinna fleiri leiki með breyttu útliti.