Vinirnir sameinast á ný

Mynd með færslu
 Mynd:

Vinirnir sameinast á ný

13.04.2021 - 06:13

Höfundar

Tökum á sérstökum endurfundaþætti vinanna í Friends er lokið. Þetta er staðfest á Instagramsíðu þáttaraðanna. Friends er einhver allra vinsælasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma, og gekk í endurnýjun lífdaga með tilkomu hennar á streymisveitum á borð við Netflix. 

Sérstakur aukaþáttur Friends verður sýndur á HBO Max streymisveitunni þegar hann verður tilbúinn. Útgáfudagur er ekki opinber, en talið er að hann verði sýndur á næstu mánuðum. Allir upprunalegu vinirnir tóku þátt í endurfundaþættinum. Þau eru jafnframt öll framleiðendur þáttarins, ásamt þeim Kevin Bright, Marta Kauffman og David Crane. Ben Winston leikstýrir þættinum. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Friends (@friends)

Ekkert hefur verið gefið upp um innihald þáttarins. Aðdáendur eiga þó líklega eftir að kannast við ýmislegt. BBC greinir frá því að þátturinn hafi verið tekinn upp í sama upptökuveri og áður, og margt úr upprunalegu leikmyndinni sé á sínum stað.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

25 ár frá fyrsta Friends þættinum