Mengun berst frá suðurströndinni en ekki frá eldgosinu

12.04.2021 - 18:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Loftgæði hafa mælst slæm á mælum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að við ósa Markarfljóts fýkur upp laust jarðefni í strekkingsvindi og berst til höfuðborgarsvæðisins.

„Mögulega á laust ryk af götum höfuðborgarsvæðisins einnig þátt í svifryksmenguninni ásamt moldrokinu frá suðurströndinni,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Sérstaklega er tekið fram að mengunin í dag sé því ekki af völdum eldgossins á Reykjanesskaga.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV