Lögregla stöðvaði eftirlýstan mann fyrir tilviljun

12.04.2021 - 07:18
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á níunda tímanum í gærkvöld grunaðan um að vera undir áhrifum fíkniefna. Við vinnslu málsins kom í ljós að hann væri eftirlýstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að lögreglan hafi gert nauðsynlegar ráðstafanir vegna málsins.

Stuttu síðan fékk lögregla tilkynningu um að maður væri blóðugur eftir líkamsárás. Gerandi var handtekinn á vettvangi skömmu síðar. 

Um fimm leytið í gær voru tveir einstaklingar staðnir að þjófnaði í verslun á höfuðborgarsvæðinu. Málið var leyst með vettvangsskýrslu.

Á sjöunda tímanum í gærkvöld var tilkynnt um afbrigðilega hegðun manns „sem er á svölum íbúðar sinnar og bæði öskrar og grætur. Í ljós kemur að þarna er um ölvaðan einstakling að ræða og þarfnast hann ekki aðstoðar lögreglu,“ segir í dagbókarfærslunni.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV