Lífsnauðsynlegur sigur West Brom

epa08866412 Matt Phillips of West Brom in action during the English Premier League soccer match between West Bromwich Albion and Crystal Palace in West Bromwich, Britain, 06 December 2020.  EPA-EFE/Tim Keeton / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Lífsnauðsynlegur sigur West Brom

12.04.2021 - 19:07
West Bromwich Albion vann 3-0 sigur á Southampton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. West Brom er í slæmri stöðu í næstneðsta sæti deildarinnar og þurfti sárlega á stigunum þremur að halda.

Matheus Pereira og Matthew Phillips komu heimamönnum í WBA í 2-0 í fyrri hálfleik og Callum Robinson innsyglaði 3-0 sigur með marki í seinni hálfleik. 

James Ward-Prowse hefði getað minnkað muninn fyrir Southampton í uppbótartíma en hann brenndi af vítaspyrnu. 

West Brom er eftir sigurinn átta stigum á eftir Newcastle og Brighton sem sitja í næstu öruggu sætum þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni.