Báðu stjórnvöld að senda fólk ekki til Grikklands

Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Flóttamenn efndu til mótmæla á Austurvelli, fyrir framan Alþingi, í dag til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands. Í fréttum RÚV á föstudag kom fram að Útlendingastofnun hefur vísað níu flóttamönnum til Grikklands það sem af er ári. Til stendur að vísa 25 til viðbótar til Grikklands á næstu mánuðum.

Hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman á Hlemmi um klukkan hálf tvö í dag og gengu þaðan að Alþingishúsinu. Með því vildu þeir biðla til stjórnvalda að hætta við að vísa flóttamönnum úr landi og senda þá til Grikklands. Aðstandendur mótmælanna í dag vísuðu til þess að fyrir ári hefði verið ákveðið að fresta brottvísun fólks vegna útbreiðslu COVIDs í Grikklandi. Nú væri ástandið ennþá verra en samt væri fólk sent þangað. 

Hart hefur verið deilt á aðstæður hælisleitenda í Grikklandi.

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV