Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

West Ham hafði betur gegn Leicester í fimm marka leik

epa09128836 Jesse Lingard (R) of West Ham United celebrates with teammate Jarrod Bowen (L) after scoring the 2-0 goal during the English Premier League match between West Ham United and Leicester City in London, Britain, 11 April 2021.  EPA-EFE/John Walton / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

West Ham hafði betur gegn Leicester í fimm marka leik

11.04.2021 - 15:12
Það var líf og fjör á London Stadium í Lundúnum í dag þar sem West Ham fékk Leicester í heimsókn. Jesse Lingard hélt áfram að raða inn mörkum fyrir West Ham.

Það tók Lingard um hálftíma að skora fyrsta mark leiksins og um fimmtán mínútum síðar var hann búin að tvöfalda forystuna, 2-0 og tvö mörk frá lánsmanninum frá Manchester United. Lingard hefur nú skorað átta mörk og lagt upp þrjú frá því hann kom frá United en hann hefur spilað níu leiki með Hömrunum.

Þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan orðin 3-0 þegar Jarrod Bowen gerði þriðja markið fyrir West Ham. Leikur Leicester batnaði aðeins þegar leið á og Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester í seinni hálfleik og breytti stöðunni í 3-2. Leicester fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en boltinn vildi ekki í markið og West Ham vann 3-2 og er aftur komið upp í 4. sæti deildarinnar. Einu stigi munar á Leicester og West Ham í deildinni, Leicester er með 56 stig í 3. sætinu en West Ham með einu stigi minna í því fjórða.