Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Segir gylltu borgina í Egyptalandi fundna

11.04.2021 - 04:52
epa09126012 An archeological discovery named the 'Lost Golden City' in Luxor, Egypt,  10 April 2021. Egyptian archaeologists have discovered a 3,000 years old city in Luxor. A mission under Dr. Zahi Hawass found the remains in excavation works that started in September 2020. The scientists believe the find dates back to the reign of Amenhotep III, and is thought to be used afterwards by Tutankhamun and Ay.  EPA-EFE/KHALED ELFIQI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nýlega uppgötvuð forn-egypsk borg þykir einhver merkilegasti fornleifafundur í landinu síðan grafhýsi Tutankhamuns fannst. Borgin er sögð frá gullaldarárum faraóa, fyrir um 3.000 árum.

Al Jazeera hefur eftir Zahi Hawass, sérfræðingi í sögu og tungu Forn-Egypta, að gyllta borgin sé fundin. Hún fannst við uppgröft nærri Luxor, í dali konunganna, mitt á milli hofa Ramsesar III og Amenhoteps III. Borgin er í um 500 kílómetra fjarlægð frá Kaíró. Auk húsarústa hafa munir á borð við skartgripi, leirker og steina með kennimerki faraósins Amenhotep III fundist.

epa09126024 Artefacts which are part archeological discovery named the 'Lost Golden City' in Luxor, Egypt, 10 April 2021. Egyptian archaeologists have discovered a 3,000 years old city in Luxor. A mission under Dr. Zahi Hawass found the remains in excavation works that started in September 2020. The scientists believe the find dates back to the reign of Amenhotep III, and is thought to be used afterwards by Tutankhamun and Ay.  EPA-EFE/KHALED ELFIQI
 Mynd: EPA-EFE - EPA

 

Hawass telur borgina hafa verið reista á tímum Amenhoteps III, og verið áfram í byggð á valdatíð Tutankhamuns og Ay. Amenhotep III er talinn hafa erft stórveldi sem teygði sig frá fljótinu Efrat í norðaustri, allt suður til Súdans. Hann er talinn hafa dáið um 1354 fyrir okkar tímatal.

Líkt og svæðið hafi verið yfirgefið í gær

Uppgröftur hófst í september í fyrra. Sjö mánuðum síðar eru nokkur hverfi borgarinnar komin í ljós. Þar á meðal hefur fundist fornt bakarí með ofnum og geymslu. Í fréttatilkynningu fornleifafræðinganna segir að minjarnar hafi legið þarna óhreyfðar í þúsundir ára, og skildar eftir líkt og borgarbúar hafi yfirgefið þær í gær. Betsy Bryan, prófessor í egypskri list og fornleifafræði við Johns Hopkins háskólann, segir í samtali við Al Jazeera að fundurinn veiti einstaka innsýn í líf Forn-Egypta á þeim tímum sem veldi þeirra var hvað auðguast.

Fornleifafræðingarnir kveðast vongóðir um að finna fleiri verðmæti. Þeir hafa fundið fjölda grafhýsa sem svipar til þeirra sem fundust í dal konunganna á sínum tíma.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV