Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kvartað undan mikilli umfjöllun um andlát Filippusar

epa09125949 The UK's media coverage of the death of Prince Philip in London, Britain, 10 April 2021. Prince Philip, husband of Britain's Queen Elizabeth II, died on 09 April 2021 at Windsor Castle. Buckingham Palace encouraged the public not to bring flowers outside royal palaces to avoid further spread of COVID-19.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem finnst umfjöllun um andlát Filippusar drottningarmanns hafa verið of mikil. Hertoginn af Edinborg verður borinn til grafar á laugardag.

Karl Bretaprins minntist föður síns í gær og þakkaði fyrir auðsýndan stuðning sem fjölskyldunni hafi verið sýndur síðan Filippus drottningarmaður lést á föstudagsmorgun. 

Karl sagði föður sinn hafa verið einstakan mann sem hefði líklega orðið forviða á þessum miklu viðbrögðum við andláti hans. 

Og viðbrögðin hafa sannarlega verið mikil og umfjöllunin sömuleiðis. Vefmiðlar á borð við BBC og Guardian breyttu viðmóti sínu á vefnum, sem þakin var umfjöllun um Filippus. 

epa09125951 The UK's media coverage of the death of Prince Philip in London, Britain, 10 April 2021. Prince Philip, husband of Britain's Queen Elizabeth II, died on 09 April 2021 at Windsor Castle. Buckingham Palace encouraged the public not to bring flowers outside royal palaces to avoid further spread of COVID-19.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Forsíður velflestra ef ekki allra dagblaða í Bretlandi prýddu myndir af hertoganum af Edinborg og breska ríkisútvarpið breytti dagskrá sinni í útvarpi og sjónvarpi allan föstudaginn. Vinsælir þættir á borð við East Enders og MasterChef voru látnir víkja fyrir umfjöllun um hertogann í sjónvarpi og dagskrá útvarpsstöðva breska ríkisútvarpsins var sömuleiðis stokkuð upp. 

Þetta þótti mörgum Bretum heldur vel í lagt og fjölmargar kvartanir bárust breska ríkisútvarpinu vegna hinnar ítarlegu umfjöllunar á föstudag og laugardag. Svo margar kvartanir bárust reyndar að BBC opnaði sérstaka vefsíðu þar sem fólk gat komið umkvörtunum sínum á framfæri. 

En þó að umfjöllunin hafi mögulega keyrt um þverbak hefur Filippusar verið minnst með hlýju og virðingu.

epa09128370 People lay flowers outside Windsor Castle, following the passing of Britain's Prince Philip, in Windsor, Britain, 11 April 2021. Britain's Prince Philip, the Duke of Edinburgh, has died on 09 April 2021 aged 99, the Buckingham Palace announced and his funeral is expected to take place on 17 April in Windsor.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Útför hans fer fram á laugardaginn kemur. Samkvæmt sóttvarnarreglum stjórnvalda mega einungis 30 koma saman við slíkar aðstæður svo líklegt er að einungis nánasta fjölskylda hertogans verði viðstödd. Sýnt verður beint frá útförinni í sjónvarpi.