Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þyrla gæslunnar sótti veikan mann nærri gosstöðvunum

Mynd með færslu
 Mynd:
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Suðurstrandarvegi við upphaf gönguleiðarinnar að gosstöðvunum í Geldingadölum á tíunda tímanum í kvöld vegna alvarlegra veikinda að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Maðurinn var fluttur að Landspítalanum í Fossvogi. Hann var nýkominn niður af gosstöðvunum og kominn að þjóðveginum þegar óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Veikindin eru ekki rakin til gasmengunar. Þyrlan var á æfingaflugi skammt frá og var komin að sækja manninn um fimm mínútum eftir að útkallið barst. Ekki er vitað um ástand mannsins að svo stöddu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV