Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sex létu lífið í jarðskjálfta á Jövu

10.04.2021 - 14:42
epaselect epa09123574 Indonesian muslim prays during Friday prayers at the Baiturrahman Mosque in Depok, West Java, Indonesia, 09 April 2021. Muslims around the country are preparing ahead of the upcoming Ramadan holy month, which begins on 13 April 2021.  EPA-EFE/Bagus Indahono
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti sex létu lífið þegar jarðskjálfti, sex að stærð, reið yfir strönd eyjunnar Jövu í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans eru talin vera um 45 kílómetra suðvestur af borginni Malang á Austur-Jövu.

AFP hefur eftir yfirvöldum að íbúar nokkrra þorpa hafi verið fluttir á brott. Ekki er ljóst hvort fleiri hafi látið lífið í skjálfanum.

Skjálftinn var á rúmlega 80 kílómetra dýpi og AFP segir að grynnri skjálftar valdi jafnan meiri skemmdum en þeir dýpri.

Fyrr í vikunni fór hitabeltisstormur yfir indónesísku eyjarnar og Timor Leste og varð yfir 200 manns að bana. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV