Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Real Madrid vann risaslaginn á Spáni

epaselect epa09127716 Real Madrid's Karim Benzema celebrates after scoring the 1-0 lead during the Spanish LaLiga soccer match between Real Madrid and FC Barcelona at Alfredo di Stefano stadium in Madrid, Spain, 10 April 2021.  EPA-EFE/JUANJO MARTIN
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Real Madrid vann risaslaginn á Spáni

10.04.2021 - 21:04
Spánarmeistarar Real Madrid og Barcelona áttust við í „El Clasicó“ í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Leikurinn var mikilvægur í toppbaráttunni en það var Real sem byrjaði betur í kvöld. Eftir 13. mínútna leik kom Karim Benzema Real í 1-0. Þegar tæpar 30 mínútur voru liðnar tvöfaldaði Toni Kroos forystu Real með marki úr aukaspyrnu.

2-0 stóð í hálfleik. Barcelona var meira með boltann í leiknum og Börsungar minnkuðu muninn á 60. mínútu, þá skoraði Oscar Minguez. 2-1 reyndust hins vegar lokatölur og Real Madrid er komið upp að hlið nágranna sinna í Atletico Madrid. Bæði lið eru með 66 stig og svo er Barcelona með 65 stig. Atletico á leik til góða.