Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Rasmussen stofnar nýjan flokk

10.04.2021 - 23:57
epa07660419 Denmark's Prime Minister Lars Loekke Rasmussen arrives for a European Council Summit in Brussels, Belgium, 20 June 2019. European leaders are meeting in Brussels on 20 and 21 June to discuss new leadership posts for the EU's next institutional cycle and adopt the bloc's strategic agenda for 2019-2024; they will also focus on climate, disinformation, long-term EU budget and external relations.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnmálahreyfingin sem Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, stofnaði eftir að hann yfirgaf Venstre í ársbyrjun verður nýr stjórnmálaflokkur. Frá þessu greinir hann í aðsendri grein í sunnudagsblaði BT í Danmörku.

Nýi flokkurinn á að vera skynsöm og raunsæ rödd í dönskum stjórnmálum, laus við allar kreddur. Þannig verði til nýtt afl á milli bláu og rauðu blokkanna.

Rasmussen sagði sig úr Venstre á nýársdag. Hann er fyrrverandi formaður flokksins. Talið er að ákvörðun Jakobs Elleman-Jensen, formanns flokksins, að Inger Støjberg hætti sem varaformaður hafi verið meðal ástæðna þess að hann yfirgaf flokkinn.