Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hver er gellan í bláu gallabuxunum?

Mynd: RÚV / RÚV

Hver er gellan í bláu gallabuxunum?

10.04.2021 - 09:48

Höfundar

Það muna flestir aðdáendur áttunda áratugarins eftir því þegar Magnús Þór Sigmundsson spurði hver þessi gallabuxnadrottning væri eiginlega, í laginu Blue Jean Queen, sem stanslaust hefur verið dansað við síðan 1976. Í Straumum kvöldsins mun Sigurður Guðmundsson söngvari flytja ábreiðu af laginu.

Í þættinum Straumar sem hafa verið á dagskrá á laugardögum í vor hafa hin og þessi tímabil í popp- og dægurmenningarsögunni verið tekin til skoðunar í tónum og tali. Í síðasta þætti Strauma, sem er á dagskrá í kvöld, er fjallað um sjöuna svokölluðu eða árin frá 1971-1980. Umsjón með þættinum hafa Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson en þeim til halds og trausts verða þau Brynja Huld Óskarsdóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Jón Mýrdal og Kamilla Einarsdóttir.

Þátturinn er á dagskrá klukkan 19:45 í kvöld og þá munu Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius, Gugusar og Sigurlaug Gísladóttir flytja ábreiður af lögum frá þessum skrautlega áratug.

Tengdar fréttir

Tónlist

Friðrik Dór kominn í gamla gargið