Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Haraldur Noregskonungur snýr aftur til starfa

10.04.2021 - 21:02
epaselect epa05107007 Norway's King Harald (R) and Queen Sonja(L) attend gala performance in Oslo, 17 January 2016, to celebrate the 25th anniversary of King Harald's  ascension to the throne.  EPA/VEGARD WIVESTAD GROTT NORWAY OUT
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning við hátíðlega athöfn í janúar 2016, þegar 25 ár voru liðin frá krýningu Haralds Mynd: EPA - NTB SCANPIX
Haraldur V. Noregskonungur snýr aftur til skyldustarfa sinna á mánudag en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan í lok janúar. 

Norska ríkisútvarpið greinir frá þessu en konungurinn sem er 83 ára gekkst undir aðgerð á hægra hné og hefur verið í endurhæfingu síðan. Hákon krónprins sinnti störfum föður síns á meðan.

Heilsu Haraldar virðist nokkuð tekið að hraka en í janúar á síðasta ári tók hann sér leyfi frá störfum vegna höfuðsvima og í september gekkst hann undir hjartaaðgerð.

Haraldur og Sonja drottning hafa setið á konungsstóli í Noregi í 30 ár eða frá 17. janúar 1991 þegar Ólafur V. faðir Haraldar lést.