Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fyrri skimun allra farþega Norrænu reyndist neikvæð

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Fjórir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar á miðvikudag þáðu gistingu í sóttvarnarhúsi á Hótel Hallormsstað á Egilstöðum. Allir komu frá svokölluðum rauðum svæðum en fimm aðrir frá slíkum svæðum áttu í önnur hús að venda.

Fyrri sýnataka allra þeirra 38 sem komu með ferjunni til landsins reyndist neikvæð en þeirra bíður síðara sýnataka. Öllum ber að vera í fimm daga sóttkví frá komunni til landsins.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á svæðinu kemur fram að öllum séu gefnar munnlegar og skriflegar leiðbeiningar um hvernig haga skuli sóttkví og að smávægileg vandamál sem upp hafi komið hafi verið leyst jafnóðum. Alger undantekning sé að beita hafi þurft viðurlögum.