Filippus lagður til hinstu hvílu næsta laugardag

10.04.2021 - 17:26
epa08928542 (FILE) - Britain's Queen Elizabeth II (L) and Prince Philip, The Duke of Edinburg, leave St. Paul's Cathedral in London, Britain, 10 June 2016 (reissued 09 January 2021). According to Buckingham palace, the royal couple have received vaccinations against COVID-19. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: FACUNDO ARRIZABALAGA - EPA-EFE
Breska konungsfjölskyldan tilkynnti í dag að Filippus prins, sem lést í gær 99 ára að aldri, verður borinn til grafar næsta laugardag.

Útförin fer fram frá kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala rétt vestan Lundúna. Útförin verður í beinni útsendingu í sjónvarpi, en þjóðarleiðtogum verður ekki boðið til útfararinnar vegna faraldursins.

Harry prins, sem lét af öllum konunglegum skyldum sínum í fyrra, er sagður ætla að sækja útförina, en eiginkona hans, Meghan Markle, er langt gengin með annað barn þeirra hjóna og hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir vestanhafs.

Þjóðarleiðtogar heimsins hafa margir minnst Filipusar í dag og víða í erlendum fjölmiðlum er fjallað um ævi hans og þjónustu við bresku krúnuna, meðal annars BBC og CNN. Joe Biden forseti Bandaríkjanna minnist Filipusar sem góðs náunga (e.heck of a guy). Þá hefur  Frans páfi einnig sent Elísabetu drottningu og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur sínar. Í gær sendi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands konungsfjölskyldunni kveðju sína.