Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Allir frískir í súrálsskipinu sem hélt til hafs í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Súrálsskipið sem legið hefur við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði frá 20. mars síðastliðnum með kórónuveirusmitaða skipverja um borð hélt til hafs á þriðja tímanum í dag.

Allir úr áhöfninni voru útskrifaðir úr sóttkví og einangrun í gær að því er fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn vegna COVID-19. Skipið var sótthreinsað í gær og skipverjarnir eru allir við góða heilsu.

Ærið verk var að fyrirbyggja frekara smit eftir að skipið kom til hafnar enda sér aðgerðastjórn ástæðu til að þakka skipverjum, umboðsmanni skipsins, björgunarsveitarfólki, hafnarstarfsmönnum, hafnsögumönnum, heilbrigðisstarfsfólki og sjúkraflutningarfólki fyrir aðkomu þeirra að málinu.