„Mér finnst það skipta mjög miklu máli að fá þessa leiki núna. Það er langt síðan við hittumst síðast og mikið sem gekk á þá. Þannig það er rosalega gott að fá þessa leiki. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og allt svoleiðis. Þannig að þó það sé krefjandi að ferðast á milli landa, þá finnst mér það mjög jákvætt að við skyldum hafa fengið þessa leiki,“ sagði Hallbera á rafrænum fjölmiðlafundi í hádeginu.
Íslenska landsliðið æfir þessa dagana í fyrsta sinn undir stjórn Þorsteins Halldórssonar sem tók við sem landsliðsþjálfari af Jóni Þór Haukssyni seint á síðasta ári. Hallbera var spurð hvort búast mætti við miklum áherslubreytingum eftir þjálfaraskiptin. „Æfingarnar hafa bara verið mjög flottar. Við höfum bara verið að fara aðeins yfir leiksipulagið og allt svoleiðis. Ég held að það verði kannski engar stórkostlegar breytingar á því hvernig liðið spilar. En hann setur auðvitað sitt mark á þetta.“