Kvöldfréttir: Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti

08.04.2021 - 18:50
Ný reglugerð um sóttvarnir á landamærum tekur gildi á miðnætti. Kveðið er á um heimasóttkví með skilyrðum, hert eftirlit og hærri sektir við brotum. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki lagasetningu ef smitum fjölgar.

Vísindaráð Almannavarna leggur til að gönguleiðin verði færð úr Geldingadölum því hætta sé á að gossprungur opnist þar. Engin merki eru um að dragi úr gosi. 

Ógleði, kuldakast og krampi eru einkenni sem fjórtán ára stúlka lýsir, sem segist hafa orðið fyrir gaseitrun við gosstöðvarnar. Hún er að braggast nú fjórum dögum síðar og þakkar skjót viðbrögð björgunarsveitarinnar.

Hátt í sextíu lögreglumenn hafa slasast í óeirðum á Norður-Írlandi undanfarna viku. Mótmælendur réðust inn í strætisvagn í Belfast í gærkvöld og brenndu. Stjórnmálaleiðtogar fordæma framferði þeirra.

Ef áform Skagastrendinga ganga eftir verður brátt hægt að liggja þar í heitri laug á sjávarbakkanum og njóta útsýnis yfir Húnaflóa og Strandafjöll.

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV