Fjórir greindust innanlands í gær - allir í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust með veiruna á landamærununum. Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa heldur áfram að lækka og er nú 21,5 og þeim fækkar sem eru í einangrun og sóttkví. 110 eru nú með virkt smit en þeir voru 132 í gær og 101 eru í sóttkví en þeir voru 127 í gær.
 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV