Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Andrésar Andar leikunum frestað fram í miðjan maí

08.04.2021 - 15:04
Mynd með færslu
 Mynd: Andrésar Andar leikarnir
Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna sem haldnir eru árlega í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar hafa ákveðið að fresta þeim um þrjár vikur vegna faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.

Endanleg ákvörðun tekin í byrjun maí

Leikarnir áttu að hefjast á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl, en verða en verða þess í stað haldnir helgina 13.-15. maí. Keppni hefst því á uppstigningardag. Í tilkynningu sem senda var út á Facebook í gær kemur fram að ný dagsetning sé háð aðstæðum i fjallinu. 

„Forsendur þess að hægt verði að halda leikana eru að sjálfsögðu að skíðasvæði verði opin og að samkomutakmörkunum verði lyft.  Endanleg ákvörðun verður tekin 7-10 dögum fyrir þessa nýju dagsetningu,,“ segir í tilkynningu. 

Leikarnir haldnir í yfir 40 ár

Andrésar Andar leikarnir voru fyrst haldnir árið 1976 og hafa síðan þá verið árlegur viðburður í Hlíðarfhalli. Keppendur eru jafnan nokkur hundruð en keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum og þrautabraut.