Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV

11 innanlandssmit – 6 utan sóttkvíar
07.04.2021 - 10:58
Ellefu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og sex þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Flestir þeirra sem greindust utan sóttkvíar tengjast. Svo mörg smit hafa ekki greinst innanlands síðan 23. mars.
Tvö smit greindust á landamærunum í gær og enn er beðið niðurstöðu úr mótefnamælingu vegna þeirra.
Nýgengi innanlands er nú 22,6 og hefur farið smátt og smátt hækkandi síðustu daga. 132 eru í einangrun hér á landi og 127 í sóttkví. Alls eru 39 börn í einangrun en flestir smitaðir eru í aldurshópnum 30-39 ára.
Á höfuðborgarsvæðinu eru 101 í einangrun, 13 á Suðurlandi og 11 á Austurlandi. Þá eru það þrír á Suðurnesjum, tveir á Norðurlandi eystra og einn á Vesturlandi.