Var kallaður feitur og ljótur

epa07319213 Denmark's headcoach Nikolaj Jacobsen reacts  during the semifinal match between Denmark and France at the IHF Men's Handball World Championship in Hamburg, Germany, 25 January 2019.  EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN
 Mynd: EPA

Var kallaður feitur og ljótur

06.04.2021 - 09:20
Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Dana, greindi frá því í janúar að hann hefði fengið mörg ömurleg skilaboð á meðan á HM í handbolta stóð yfir. Hann fór heim frá Egyptalandi með heimsmeistaratitil og hefur nú greint frá því hvað stóð í sumum skilaboðunum.

Jacobsen var í viðtali við danska fjölmiðilinn BT og var hann spurður út í skilaboðin. Hann segir þau hafa verið af ýmsum toga en verstu skilaboðin vörðuðu útlit hans.

„Svo koma skilaboð um útlitið á mér, að ég sé feitur og ljótur. Þessi skilaboð komu á HM. En þetta voru ekki nærri því eins mörg skilaboð og þegar við féllum úr leik á EM. Þar voru enn fleiri skilaboð um útlit mitt,“ segir Jacobsen og bætti við að hann hefði líka fengið að heyra að hann væri hrokafullur og heimskur. 

„Mér er svo sem sama um það hvað fólki finnst. Maður lærir það fljótt í þessu starfi. En ég skil einfaldlega ekki af hverju fólk yfir höfuð hefur þörf fyrir því að senda svona á mig beint. Ég skil það bara ekki. Maður hlýtur að vera fullkomlega samviskulaus. Ég gæti aldrei hugsað mér að senda skilaboð um að einhver væri feitur eða ljótur,“ segir Jacobsen.
 

 

Tengdar fréttir

Handbolti

Segist hafa fengið ömurleg skilaboð á HM í Egyptalandi