EMA segist ekki hafa fundið tengsl við blóðtappa

06.04.2021 - 17:00
epa09082193 (FILE) - A vial of the AstraZeneca vaccine during the Covid-19 vaccination campaign for the school staff at San Giovanni Bosco Hospital in Turin, Italy, 19 February 2021 (reissued 18 March 2021). A committee of the European Medicines Agency (EMA) on 18 March 2021  said although not excluded, there is no direct link between vaccination against Covid-19 with the AstraZeneca vaccine and rare number of blood clots. The EMA upholds its approval of the vaccine and recommends EU countries to continue  the usage of the AstraZeneca.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Evrópska lyfjastofnunin hafnar því að hafa fundið tengsl milli bóluefnis AstraZeneca gegn Covid 19 og tilfella um blóðtappa. Athugun um þessi tengsl ljúki á morgun eða fimmtudag.

Marcello Cavaleri yfirmaður bóluefnamála hjá stofnuninni sagði í morgun í viðtali við ítalska dagblaðið Il Messaggero að tengslin væru skýr, en ekki væri ljóst hvað í bóluefninu væri að valda blóðtöppunum.

Evrópska lyfjastofnunin segir í yfirlýsingu til AFP-fréttastofunnar að stofnunin hefði ekki komist að niðurstöðu og að athugun sé ennþá í gangi. Blaðamannafundur verði haldinn um leið og henni ljúki, en búist er við því að það verði á morgun eða fimmtudaginn.

Þá segir Rogerio Pinto de Sa Gaspar læknir og deildarstjóri hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni jafnframtvað tengsl milli bóluefnis AstraZeneca gegn Covid nítján og blóðtappa eru ekki sjáanleg enn sem komið er. Hann segir að gögn sem stofnunin hafi fengið víða að sýni enn að ávinningurinn af bóluefninu sé mun meiri en áhættan. Til að mynda dragi bóluefnið verulega úr dauðsföllum vegna faraldursins.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV