Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Nafn mannsins sem lést í árásinni í Kópavogi

Vindakór
 Mynd: Anna Lilja Þórisdóttir - Ljósmynd
Maðurinn sem lést á laugardag af áverkum sem honum voru veittir í líkamsárás utan við heimili sitt í Kópavogi á föstudag hét Daníel Eiríksson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu systur hans. Daníel var þrítugur þegar hann lést, fæddur árið 1990.

Karlmaður á þrítugsaldri var í héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásarinnar og andláts Daníels.

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig hann hlaut áverkana en lögreglan skoðar nú meðal annars hvort hann hafi orðið fyrir bíl. Þrír erlendir ríkisborgarar voru handteknir vegna rannsóknar málsins en tveimur var sleppt skömmu síðar. Maðurinn sem er í haldi segir þetta hafa verið slys. Þeir verjandi hans tóku sér frest til morguns til að ákveða hvort gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV