Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lokað til hádegis í Geldingadölum

Myndir teknar við gosstöðvarnar í Geldingadölum þann 31. mars 2021.
 Mynd: Guðmundur Atli Pétursson - RÚV
Enn gýs í Geldingadölum en aðgangur að gosstöðvunum er óheimill til hádegis. Lokað hefur verið fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum síðan á föstudag vegna veðurs, en til stóð að opna fyrir umferð á ný klukkan sex fyrir hádegi í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti svo í gær að lokunin yrði framlengd og að ekki verði opnað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum um Suðurstrandarveg fyrr en klukkan tólf á hádegi á páskadag.

Þeim sem hyggja á eldgosaleiðangur í dag er ráðlagt að búa sig vel því það verður kalt í veðri.