Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Biskup: „Landsmenn verða að sýna þolinmæði“

04.04.2021 - 13:46
Mynd með færslu
 Mynd: Barði Stefánsson - RÚV
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að landsmenn verði að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn í báráttunni við Covid-faraldurinn.

Þetta kom fram í páskapredikun biskups í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Guðþjónustan fór fram fyrir luktum dyrum út af samkomutakmörkunum en hún var í beinni útsendingu á Rás 1 og RÚV 2.

„Fyrir einu ári vorum við saman komin hér í Dómkirkjunni í Reykjavík, örfá
vegna samkomutakmarkana, eins og í dag. Á þessu eina ári höfum við lært heilmikið. Fólk á þessari jörð hefur tekist á við ógnina sem heimsfaraldrinum fylgir. Hér á landi hefur faraldurinn verið viðráðanlegur hvað heilbrigðiskerfið varðar en svo er því miður ekki víða um lönd. Í sumum löndum hefur heilbrigðisstarfsfólk ekki getað sinnt öllum sökum plássleysis og mannfæðar. Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn. Við þurfum að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn. Hugsa um hag heildarinnar um leið og við hugum að eigin sóttvörnum,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV