Sveinbjörn með kórónuveiruna

Mynd með færslu
 Mynd: Alþjóða júdósambandið - IJF

Sveinbjörn með kórónuveiruna

02.04.2021 - 14:36
Júdókappinn Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, hefur þurft að draga sig úr keppni á júdómóti í Tyrklandi þar sem hann fékk jákvæða niðurstöðu úr COVID-19 prófi.

Sveinbjörn náði góðum árangri á móti í Tbilisi í síðustu viku en þar komst hann í 16-manna úrslit. Hann hefur undanfarið reynt að vinna sér inn stig til að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og átti mótið í Tyrklandi að telja inn á leikana. 

Sveinbjörn segir í færslu á Facebook að heilsan sé góð og að hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Þetta séu hins vegar mikil vonbrigði.

Fékk virkilega slæmar fréttir í gær rétt fyrir vigtun að ég hefði greinst jákvæður fyrir covid og þurfti þar með draga...

Posted by Sveinbjörn Jun Iura on Friday, April 2, 2021