Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Opið í skimun yfir páskana

01.04.2021 - 10:06
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RUV
Skimun fyrir COVID-19 verður í boði á höfuðborgarsvæðinu yfir páskana, á Suðurlandsbraut 34, alla daga milli klukkan 11 og 15. Mikil aðsókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga og hátt í þrettán hundruð voru skimaðir innanlands í fyrradag.

Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra birta ekki tölur yfir fjölda smita á COVID.is yfir hátíðarnar en upplýsa fjölmiðla um þær. Tölur yfir þeirra sem greindust í gær verða því birtar hér á vefnum um klukkan 11 í dag.

Alls hafa 38 greinst með COVID-19 á síðustu sjö dögum, ef frá er talinn gærdagurinn, tíu þeirra utan sóttkvíar. Nú eru 118 í einangrun, langflestir á aldrinum 30-39 ára, og 34 börn. Alls eru 405 í sóttkví.