Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stórþjóðajafntefli í undankeppni HM

epa09102162 Portugal's Cristiano Ronaldo reacts during the Group A of FIFA World Cup Qatar 2022 qualifier match with Serbia at Rajko Mitic Stadium in Belgrade, Serbia, 27th March 2021.  EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Stórþjóðajafntefli í undankeppni HM

27.03.2021 - 21:39
Evrópumeistarar Portúgal gerðu jafntefli við Serba og Belgía gerði jafntefli við Tékkland í undankeppni HM 2022 í fótbolta karla. Fyrr í dag fengu Norðmenn skell gegn Tyrklandi. Lúxemborg vann aftur á móti frækinn sigur.

Portúgal og Serbía gerðu 2-2 jafntefli í A-riðli og sitja jöfn á toppi riðilsins með 4 stig. Lúxemborg kom verulega á óvart og lagði Írland í Dyflinni og fylgir fast á hæla Portúgala og Serba.

Í E-riðli skildu Belgía og Tékkland jöfn, 1-1. Hvíta-Rússland vann Eistland 4-2. Belgía og Tékkland eru með 4 stig og Hvíta-Rússland 3. 

Norðmenn fengu fyrr í dag harðan skell á heimavelli þegar Tyrkir komu í heimsókn. Tyrkland vann 3-0 og er með fullt hús stiga í riðlinum.

Úrslit dagsins í undankeppni HM:

A-riðill:
Serbía - Portúgal 2-2
Írland - Lúxemborg 1-1

E-riðill:
Hvíta-Rússland - Eistland 4-2
Tékkland - Belgía 1-1

G-riðill:
Svartfjallaland - Gíbraltar 4-1
Holland - Lettland 2-0
Noregur - Tyrkland 3-0

H-riðill:
Rússland - Slóvenía 2-1
Króatía - Kýpur 1-0
Slóvakía - Malta 2-2