Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Suðurstrandarvegur lokaður fram yfir helgi

19.03.2021 - 13:35
Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin
Suðurstrandarvegi var lokað í gær vegna sigs. Hann er lokaður við Festarfjall frá Hrauni og að Krýsuvíkurafleggjara. Í morgun ákvað Vegagerðin að svo yrði áfram vegna mikilla rigninga og viðvarandi jarðskjálfta fram yfir helgi.

„Í ljósi þess að það er ennþá jarðskjálftaástand og búist er við töluverðum rigningum áfram  þá höfum við ákveðið að halda veginum lokuðum fram yfir helgi,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

„Þetta er náttúrulega farið aðeins að síga og við vitum ekki nákvæmlega hvað er að gerast þarna því það eru sprungur á svæðinu út um allt.

Við verðum með gátskildi og það verður hægt að keyra akreinina sem snýr að fjallinu ef við þurfum að hafa opið fyrir neyðarakstur og slíkt.“

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV